Nýjustu fréttir - Pálshús

Svermur, Blendingar og Rumskarar.

Myndlistarsýning Pálshúsi, Ólafsfirði Hjónin Guðrún Vera Hjartardóttir og Jón B. K. Ransu sýna skúlptúra, málverk og teikningar.

Í Norðri 2022

Wind Works Music Festival

„Það kalla ég rart“ - Myndlistarsýning í Pálshúsi

Á myndlistarsýningunni „Það kalla ég rart“ sýnir Stefán u.þ.b. 50 myndir og 15 bómullarboli sem hann hefur búið til á síðastliðnum 15 mánuðum. Öll verkin sýna fugla sem eru algengir í íslenskri náttúru.

TÁNÖGL / TOENAIL

TÁNÖGL / TOENAIL UNA MARGRÉT ÁRNADÓTTIR Þegar lífsglatt fólk verður leitt breytir landið um ham eins og rjúpa.

Jólakvöldi í Ólafsfirðir

Jólakvöldið er árlegur viðburður í Ólafsfirði. Á fös. 3. des. kl. 19:00 hefst göngugötu-stemningin í miðbæ Ólafsfjarðar. Ýmis konar varningur verður til sölu í jólahúsunum, andyri Tjarnarborgar, Gallerý Uglu og Smíðakompu Kristínar. Kaffi Klara verður opin þar sem Tóti spilar og syngur fyrir gesti. Kjörbúðin verður með ýmis tilboð og opin til kl. 21:00. Jólasveinasafn Egils, í nýjum búningi, verður í Pálshúsi ásamt því að Bubbi og Stebbi taka lagið. Skíðafélag Ólafsfjarðar setur upp 20 ára afmælis-sýningu ásamt veitingum í Sparisjóðshúsinu. Kápukórinn fer um svæði og verður Húlladúllan með atriði kl. 20:15 og 20:45. Grunnskólabörnin taka þátt í dansi kl. 20:00 og 21:00. Jólakvöldinu líkur svo kl. 22:00. Fylgist með á facebook Jólabærinn Ólafsfjörður.

TENGINGAR - Listasýning Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur

laugardaginn 31. júlí kl 14-17 Allir velkomnir! TENGINGAR - Opnun listsýningar Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur - Pálshús Sýningin stendur til 10. september og er samstarf Berjadaga tónlistarhátíðar við Pálshús. Listamaðurinn mun ræða lítillega um verkin uppúr kl. 14 við opnunina.

Hulda Hákon og Jón Óskar

Listafólkið Hulda Hákon og Jón Óskar opna listsýningu föstudaginn 25. júní kl. 17,oo til 19,00 í sýningarsal Pálshúss Strandgötu 4, Ólafsfirði. Allir velkomnir Sýningin verður opin á opnunartíma Pálshúss frá 25. júní til 28. júlí 2021

Pálshús Ólafsfirði opnar 15. maí 2021 eftir vetrardvala.

Húsið opnar kl. 14:00, laugardaginn 15. maí.n.k. Á sama tíma opnar í sýningarsalnum listamaðurinn Pétur Magnússon með fjölbreytta og áhugaverða sýningu. Sýning Péturs stendur til 24. júní . 26. júní nk. opnar svo Hulda Hákon sýningu sína í salnum, (nánar síðar). Helga Pálína Brynjólfsdóttir opnar svo sýningu 1. ágúst nk. (nánar síðar).

Joris Rademaker opnar sýninguna „Fjaðurvigt“ í Pálshúsi á Ólafsfirði laugardaginn 19. september frá kl. 14-17.

Formlegri opnun frestað

Áður auglýstri formlegri opnun á sýningu á efri hæð Pálshúss, Ólafsfjarðarstofu, í Ólafsfirði sem fram átti að fara laugardaginn 1. ágúst er frestað vegna Covid 19 takmarkana. Við ætlum samt að hafa efri hæðina opna frá kl. 13 laugardaginn 1. ágúst , ásamt listsýningum þeirra Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar og Tinnu Gunnarsdóttur í sýningarsalnum. Framvegis verður allt safnið opið á opnunartíma kl.13-17. Farið verður eftir þeim reglum um sóttvarnir sem gefnar hafa verið út og gæti þurft að stýra fjölda gesta inn í húsið af þeim sökum. Stjórn Fjallasala ses.