Nýjustu fréttir - Pálshús

Joris Rademaker opnar sýninguna „Fjaðurvigt“ í Pálshúsi á Ólafsfirði laugardaginn 19. september frá kl. 14-17.

Formlegri opnun frestað

Áður auglýstri formlegri opnun á sýningu á efri hæð Pálshúss, Ólafsfjarðarstofu, í Ólafsfirði sem fram átti að fara laugardaginn 1. ágúst er frestað vegna Covid 19 takmarkana. Við ætlum samt að hafa efri hæðina opna frá kl. 13 laugardaginn 1. ágúst , ásamt listsýningum þeirra Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar og Tinnu Gunnarsdóttur í sýningarsalnum. Framvegis verður allt safnið opið á opnunartíma kl.13-17. Farið verður eftir þeim reglum um sóttvarnir sem gefnar hafa verið út og gæti þurft að stýra fjölda gesta inn í húsið af þeim sökum. Stjórn Fjallasala ses.

Opnun Ólafsfjarðarstofu, afmæli og berjadagar

Þann 1. ágúst verður „Ólafsfjarðarstofa“ opnuð á efri hæð Pálshúss kl. 13.30. Á sama tíma opnar einnig listsýningar í sýningarsalnum þau Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Tinna Gunnarsdóttir ásamt því að fjallabyggð býður upp á kaffi, tertur og grill milli 15.00 og 17.00 í tilefni af 75 ára afmæli „Ólafsfjarðarkaupstaðar“ og úrdráttur úr leikritinu „Horfðu glaður um öxl“ eftir Guðmund Ólafsson verður flutt í Tjarnarborg kl. 16.00. Að auki verður þessa sömu helgi tónlistarhátíðin „Berjadagar“ haldin í Ólafsfirði, frá fimmtudegi fram á sunnudagskvöld (sjá nánar á www.berjadagar-artfest.com).

Sumarið 2020

Þann 30. maí næst komandi opnar Pálshús neðri hæðina eftir vetrardvala. Á neðri hæð er m.a.Fuglasýningin “Flugþrá” og sýningin “Ólafsfjarðarvatn”. Opið verður alla daga í sumar frá kl. 13.00 – 17.00.