Nýjustu fréttir - Pálshús

Jólakvöldi í Ólafsfirðir

Jólakvöldið er árlegur viðburður í Ólafsfirði. Á fös. 3. des. kl. 19:00 hefst göngugötu-stemningin í miðbæ Ólafsfjarðar. Ýmis konar varningur verður til sölu í jólahúsunum, andyri Tjarnarborgar, Gallerý Uglu og Smíðakompu Kristínar. Kaffi Klara verður opin þar sem Tóti spilar og syngur fyrir gesti. Kjörbúðin verður með ýmis tilboð og opin til kl. 21:00. Jólasveinasafn Egils, í nýjum búningi, verður í Pálshúsi ásamt því að Bubbi og Stebbi taka lagið. Skíðafélag Ólafsfjarðar setur upp 20 ára afmælis-sýningu ásamt veitingum í Sparisjóðshúsinu. Kápukórinn fer um svæði og verður Húlladúllan með atriði kl. 20:15 og 20:45. Grunnskólabörnin taka þátt í dansi kl. 20:00 og 21:00. Jólakvöldinu líkur svo kl. 22:00. Fylgist með á facebook Jólabærinn Ólafsfjörður.