Formlegri opnun frestað
Áður auglýstri formlegri opnun á sýningu á efri hæð Pálshúss, Ólafsfjarðarstofu, í Ólafsfirði sem fram átti að fara laugardaginn 1. ágúst er frestað vegna Covid 19 takmarkana. Við ætlum samt að hafa efri hæðina opna frá kl. 13 laugardaginn 1. ágúst , ásamt listsýningum þeirra Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar og
Tinnu Gunnarsdóttur í sýningarsalnum.
Framvegis verður allt safnið opið á opnunartíma kl.13-17.
Farið verður eftir þeim reglum um sóttvarnir sem gefnar hafa verið út og gæti þurft að stýra fjölda gesta inn í húsið af þeim sökum.
Stjórn Fjallasala ses.