Listafólkið Hulda Hákon og Jón Óskar opna listsýningu föstudaginn 25. júní kl. 17,oo til 19,00 í sýningarsal Pálshúss Strandgötu 4, Ólafsfirði.
Allir velkomnir
Sýningin verður opin á opnunartíma Pálshúss frá 25. júní til 28. júlí 2021
Þegar sjómennirnir í Vestmannaeyjum sjá mig á bryggjurölti vita þeir ekki að
ég er að skoða stakkana þeirra. Þeir vita ekki að mér þykja þeir skærgrænu og skærgulu ekkert sérstakir, en lyftist upp þegar ég sé einn klæddan í rauðgult.
Rauðguli neon liturinn fer svo fallega við liti hafsins.
Nýlega hitti ég sigmanninn á þyrlunni og við fórum að ræða liti. Hann sagði mér að norðmenn hafa rannsakað hvaða litur sjáist best úti í náttúrunni. Niðurstaðan var að
rauðguli neon liturinn hefur vinninginn.
- Hulda Hákon
Myndirnar á sýningunni hafa verið í vinnslu síðastliðin
10-11 ár. Þær hafa verið á kantinum meðan ég hefið unnið
við aðrar myndir. Nokkrum sinnum hef ég útskrifað þær og merkt viðeigandi ártali en síðan tekið þær aftur upp og breytt.
Fyrir vikið eru nokkur ártöl undir endanlegu útgáfuári
sem er 2021.
Þær voru í upphafi án titils en nefnast nú Liquid Paper
eftir frægum leiðréttingavökva sem amerískur einkaritari,
Bette Nesmith Graham, fann upp.
Myndlistarmenn eiga sér alltaf fyrirmyndir í byrjun og þeir skipta tugum í mínu tilfelli, en líkast til er Bette einn af mínum stærstu áhrifavöldum
því þegar ég byrjaði að myndskreyta greinar fyrir blöð og tímarit fyrir 40 árum notaði ég alltaf leiðréttingavökva á blekteikningar.
Síðar þegar ég fór að vinna með olíu áttaði ég mig á því að ég vann með litina ans þeir væru leiðréttingavökvi.
Bette lést aðeins 56 ára og hafði selt fyrirtæki sitt ári áður fyrir 175 milljónir dollara (að núvirði) til Gillette.
Sonur hennar er Michael Nesmith, fyrrum gítarleikari The Monkees, sem notaði arfinn til að stofna MTV.
- Jón Óskar
Hulda Hákon
Fædd í Reykjavík 1956.
Býr og starfar í Reykjavík og Vestmannaeyjum.
Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976.
Nýlistardeild Myndlista- og handíðaskólans 1977-81.
School of Visual Arts New York 1982-1983.
Hulda hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim.
Verk eftir hana eru í eigu listasafna á Íslandi og á Norðurlöndunum.
Einnig í einkasöfnum á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu.
Jón Óskar
Fæddur í Reykjavík 1954.
Býr og starfar í Reykjavík og Vestmannaeyjum.
Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974.
Myndlista- og handíðaskólanum 1974-1977.
Myndlistaskóli Reykjavíkur 1978.
School of Visual Arts New York 1980-1983.
Jón Óskar hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim.
Verk eftir hann eru í eigu listasafna á Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Spáni og Sviss
Einnig í einkasöfnum á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.Einnig í einkasöfnum á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu.