Ný grunnsýning

Laugardaginn 18. mai klukkan 14 opnar Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar annan áfanga nýrrar grunnsýningar í Pálshúsi við Strandgötu 4 Ólafsfirði.

Árið 2017 opnaði í safninu sýningin Flugþrá þar sem skoða má alla íslensku varpfuglana en jafnframt fræðast um sögu flugsins og flugþrá mannsins.

Að þessu sinni er umfjöllunarefnið náttúruperlan Ólafsfjarðarvatn.

Á sama tíma opnar listamaðurinn Kristinn Hrafnsson myndlistarsýningu í Pálshúsi.