TENGINGAR - Listasýning Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur

TENGINGAR - 

Opnun listsýningar Helgu Pálínu Bynjólfsdóttur - Pálshús

Sýningin stendur til 10. september og er samstarf Berjadaga tónlistarhátíðar við Pálshús. Listamaðurinn mun ræða lítillega um verkin uppúr kl. 14 við opnunina.

 

Lýsing: Fortíðin og framtíðin, hið harða og hið mjúka, hið kvenlæga og hið karllæga stíga leikandi dans á sýningu textíllistakonan Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur. Helga hefur áður komið við sögu Berjadaga og nú aftur í sumar þegar óvenjuleg listaverk hennar verða til sýnis. Helga hefur um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn.  

Á sýningunni í Pálshúsi kallar Helga Pálína með þráðum sínum fram nýjar tengingar í spýtum og steinum. Hún hyllir náttúruna og söguna; umbreytir henni og víkkar sýn með indíánskri litadýrð og fínlegu bróderíi. 

En sögurnar á bak við allt þetta liggja víðar, t.d. í gömlum myndum og heimildum, sem öðlast annað og nýtt líf. Allir velkomnir!