Opnun Ólafsfjarðarstofu, afmæli og berjadagar

Eftir viðamiklar endurbætur á húsinu verður „Ólafsfjarðarstofa“ á efri hæð Pálshúss opnuð laugardaginn 1. ágúst kl. 13.30. Á sama tíma opnar einnig listsýningar í sýningarsalnum þau Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Tinna Gunnarsdóttir ásamt því að:

  • Fjallabyggð býður upp á kaffi-tertu og grill milli 15.00 og 17.00 sama dag í tilefni af 75 ára afmæli „Ólafsfjarðarkaupstaðar“
  • Úrdráttur úr leikritinu „Horfðu glaður um öxl“ eftir Guðmund Ólafsson verður flutt í Tjarnarborg kl. 16.00
  • Tónlistarhátíðin „Berjadagar“ er haldin á Ólafsfirði um helgina, byrja á fimmtudegi og eru fram á sunnudagskvöld ( sjá nánar á www.berjadagar-artfest.com).
  • Tjöld og lifandi tónlist
  • Hoppukastalar verða á svæðinu.