Viðburðir

13. júlí - 15. september
Sýningin “Innskot”, eftir Olgu Bergmann og Önnu Hallin, opnar í Pálshúsi 13. júlí. Sýningin byggir á athugunum þar sem tilfærsla á tíma, staðsetningu og menningu á sér stað og þar sem áður óþekktir steingervingar og fornleifafundir á Tröllaskaga varpa nýju ljósi á samhengi hlutanna. Í verkinu gætir einnig áhrifa frá vangaveltum um hlutverk 5000 ára gamallra sýrlenskra “augnskurðgoða” eða “Eye Idols” sem fundust við fornleifauppgröft í Tell Brak í Sýrlandi rétt fyrir heimstyrjöldina síðari sem vegna sérkennilegs útlits hafa ýtt undir kenningar um geimverur eða verur úr annari vídd sem hugsanlegar fyrirmyndir þeirra.