TÁNÖGL / TOENAIL

TÁNÖGL / TOENAIL

UNA MARGRÉT ÁRNADÓTTIR

 

Þegar lífsglatt fólk verður leitt breytir landið um ham eins og rjúpa.

 Una Margrét Árnadóttir opnar einkasýninguna Tánögl í Pálshúsi á Ólafsfirði samhliða sumaropnun safnsins þann 15 maí. Þar teflir hún saman þremur nýjum verkum; Önnur kjúklingabringaBrotinn hvalur og Tánögl. Eins furðulega og það hljómar.   

Una útskrifaðist með meistaragráðu frá Listaháskólanum í Malmö árið 2013 og bachelor gráðu frá Högskolan för fotografi í Gautaborg 2011. Hún hefur sýnt víðsvegar bæði hérlendis og erlendis og verið virk í myndlistarsenunni í Reykjavík undanfarin ár.