Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953) hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi í nær hálfa öld sem myndlistarmaður, sýningarstjóri og galleríisti. Helgi er þekktastur í listsköpun sinni fyrir fígúratíf málverk og skúlptúra sem leitast við að spyrja tilvistarlegrra spurninga með húmorísku ívafi. Hann er menntaður á Íslandi og í Hollandi og hefur haldið um 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim.