Ólafsfjarðarvatn

Ólafsfjarðarvatn er strandvatn sem liggur í dalbotni Ólafsfjarðar. Vatnið er á náttúruminjaskrá vegna sérstöðu sinnar en það er lagskipt. Ofan á söltu neðra lagi vatnsins liggur ferskt yfirborðsvatn líkt og filma og heldur varma í neðra lagi þess. Við þessar aðstæður skapast einstaklega fjölbreytt og auðugt lífríki sem auðveldað hefur fólki búsetu í þessari annars harðbýlu og snjóþungu sveit.

Næsta