Velkomin
í Pálshús

Pálshús er lifandi safnarhús á Ólafsfirði.
Í húsinu eru fjórar grunnsýningar - Flugþrá, Ólafsfjarðarvatn, Undirheimar og Ólafsfjarðarstofa ásamt myndlistasal.

Pálshús er opið alla daga frá 1. júní - 15. september á milli klukkan 13 og 17. Aðgangseyrir er 2000 krónur fyrir fullorðna, 1000 krónur fyrir börn og 1500 krónur fyrir eldri borgara.

Pálshús er eitt elsta húsið á Ólafsfirði og dregur nafn sitt af Páli Bergssyni, sem í byrjun nítjándu aldar kláraði, ásamt konu sinni Svanhildi Jörundsdóttur, að reisa húsið í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Páll var einn aðalhvatamaðurinn að útgerðarmálum í Ólafsfirði. Hér á heimasíðu Pálshúss er að finna fjölda skannaðra ljósmynda af daglegu lífi og starfi á Ólafsfirði á síðustu öld. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að skoða þær.


Skoða

Vilt þú gerast Hollvinur?

Hollvinir Pálshúss er sjálfboðaliðaverkefni á Ólafsfirði sem vinnur að uppbyggingu safna í Pálshúsi. Styrktu þetta frábæra verkefni með því að gerast meðlimur. Ársgjald er 2.000 kr fyrir einstaklinga og 3.000 kr fyrir pör.

Takk fyrir stuðninginn!
Oops! Something went wrong while submitting the form.